Af hverju ættir þú að versla í heimahúsi?

Af hverju ættir þú að versla í heimahúsi?

5 ástæður fyrir því að þú ættir að heimsækja verslun í heimahúsi:

 

  1. Það er umhverfisvænt. Allir fermetrar húsnæðis eru nýttir hvort sem er til heimilisnota eða reksturs. Minnkar þrýsting á nýbyggingu atvinnuhúsnæðis.
  2. Það styður við frumkvöðlastarfsemi og lítil fyrirtæki. Góðar hugmyndir geta orðið að veruleika án mikils kostnaðar.
  3. Það styður við lækkað verðlag. Verð stýrist af kostnaði og með því að gera fyrirtækjum kleift að lækka kostnað þá lækkar verðlag.
  4. Það er þjóðhagslega hagkvæmt. Framþróun í samfélagi á sér m.a. stað með því að einstaklingar hafi kjarkinn ti þess að láta hugmyndir verða að veruleika og til þess þarf fjárhagsleg áskorun að vera í lágmarki.
  1. Vegna þess að þá getur þú líka komið þinni hugmynd í framkvæmd.

 

Það er kominn tími til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og nota ekki sömu uppskriftina aftur og aftur. Af hverju ekki að opna veitingastað í heimahúsi t.d.?

Back to news