Þjónustur og verðskrá

Við viljum alltaf að þú sért undirbúin þegar þú vilt koma að skoða hjá okkur, eða við komum til þín:

1. Skoðaðu vörurúrvalið á vefsíðu okkar www.galleriflo.is

2. Sendu okkur skjáskot eða hlekk á þá vöru/r sem þú vilt skoða ýtir á "Share" hnappinn á vörunni og sendir til okkar á Facebook Messenger, Instagram Message, netfangið info@galleriflo.is eða í síma 6913500.

3. Við höfum samband við þíg um hæl, eða þú hringir í okkur ef þú ert á undan og við sammælumst um tímasetningu. Hér eru allir dagar vikunnar í boði og allar tímasetningar. Það þarf bara að henta þér og okkur.

Þjónustur & verðskrá

Skoða / versla í Gallerí Fló

Þessi þjónusta er þér að kosnaðarlausu. Þú kemur á umsömdum tíma en þetta er ekki "private shopping" því við tryggjum ekki að þú hafir verslunina út af fyrir þig og aðrir viðskiptavinir gætu verið hjá okkur á sama tíma.

Verð kr. 0, aðeins verð þeirra vara sem þú verslar

Heimsending

Verð: skv. gjaldskrá Dropp.

Kr. 790 innan höfuðborgarsvæðis

Kr. 990 utan höfuðborgarsvæðis

Sækja til okkar

Verð kr. 0 ef þú hefur þegar greitt fyrir vöruna á vef okkar www.galleriflo.is

Private shopping í Gallerí Fló

Fyrir þessa þjónustu þarf að lágmarki 3 aðila. Þið kemur undirbúinn til okkar og hefur Gallerí Fló út af fyrir þig til þess að skoða vörurnar sem þú hefur í huga áður en þú ákveður að versla.

Við getum einnig boðið þér upp á ýmsar viðbætur við upplifun þína s.s. mat, drykki, ljósmyndun o.fl.

Hafðu samband við okkur í síma 691-3500 fyrir verðtilboð.

Private shopping - Gallerí Fló kemur til þín

Við komum til þín með þær vörur sem þú vilt skoða / máta. Þú ert í þinu þægilegasta umhverfi að komast að niðurstöðu um vöruna/vörurnar og við erum þér innan handar eins og þú óskar.

Þessi þjónusta hentar þeim sem hafa ekki tök á að koma til okkar eða jafnvel fyrir saumklúbba, vinnustað o.fl.

Við gættum bætt við upplifunina með mat, drykki, ljósmyndun o.fl.


Hafðu samband við okkur í síma 691-3500 fyrir verðtilboð.

Dánarbú: Ráðgjöf um verðmæti/verðmætasköpun innbús

Við veitum ráðgjöf um hvar vermæti liggja í innbúi og hvar viðkomandi getur komið þessum hlutum í verð. Þessi þjónusta hentar vel dánarbúum og þeim sem eru að minnka við sig um húsnæði.

Við komum inn á heimilið og skoðum innbúið veitum ráðgjöf um hvað er vert að eiga og hvað er frekar vert að gefa eða henda. Verðmæti geta legið á ólíklegustu stöðum og hefur ekki endilega með merki að gera. Ráðgjöf okkar nær yfir húsgögn, heimilisvörur, skrautmuni, fatnað og annað er tengist innbúi.

Með þessari þjónustu er viðkomandi ekki skuldbundinn að selja vörur sínar í gegnum okkur nema hann óski þess.

Grunnverð kr. 10.000 en verð fer eftir umfangi.

Dánarbú: Sala og frágangur á innbúi

Sala og frágangur innbús hentar vel dánarbúum og þeim sem eru að minnka við sig um húsnæði s.s. aldraðir.

Í þessum tilfellum er um mjög tilfininngarík og erfið skref í lífi viðkomandi að ræða. Hér komum við inn og tökum samtalið um markmið og vinnum með viðkomandi um ráðstöfun þess á viðeigandi staði í þeim tilgangi að hámarka virði innbússins. Getum jafnvel veitt viðkomandi sem er að minnka við sig ráðgjöf um hvað er vert að taka með sér og hvað er vert að koma í verð.

Þessari þjónustu fylgir ekki þrif á húsnæðinu né ráðstöfum eigna skv. erfðaréttindum.

Verð: Hafið samband við okkur í síma 691-3500 eða netfang info@galleriflo.is til þess að fá tilboð

Hafðu samband við okkur