Skilmálar
Almennt
Gallerí Fló er umboðssala sem selur vörur sem hafa átt sér fyrri eigendur og eru seldar í versluninni að Gufunesvegi 17, 112 Reykjavík. Skilmálar þessir skilgreina réttindi og skyldur Gallerí Fló annars vegar og seljanda vöru hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við afhendingu vara til Gallerí Fló teljast þeir samþykktir við skráningu fyrstu vöru í kerfi Gallerí Fló.
Gallerí Fló er í eigu Teresa ehf. kt: 5901230480 vsk:147718
info@galleriflo.is
Tegundir vara
- Gallerí Fló tekur á móti öllum vörumerkjum og vörutegundum svo framarlega sem þær uppfylla ástandskröfur Gallerí Fló og að við teljum hana seljanlega.
- Í tilfelli sölu á húsgögnum þá eru slíkar vörur notaðar sem húsgagn í kaffihúsi Gallerí Fló og því í almennri notkun af viðskiptavinum Gallerí Fló. Gallerí Fló ber ekki ábyrgð á skemmdum á slíkum vörum en jafnframt leggur sig mikið fram við að varðveita þessar vörur á meðan þær eru í höndum verslunarinnar.
Ástandskröfur
- Gallerí Fló tekur aðeins á móti heilum, hreinum og sléttum vörum (þar sem það á við) og vörum í mjög góðu ástandi.
- Gallerí Fló tekur ekki á móti vörum sem eru krumpaðar, hnökraðar, skítugar, blettóttar, illa lyktandi, eða gallaðar/skemmdar með einum eða öðrum hætti.
Verðlagning
- Seljanda er frjálst að láta verðlagningu alfarið í hendur Gallerí Fló eða vinna hana í sameiningu með Gallerí Fló. Endanlegt ásett verð skal í öllum tilvikum vera samþykkt af Gallerí Fló.
- Gallerí Fló fylgir verðlagsreglum sem settar eru að fyrirmynd álíkra verslana erlendis. Þá er miðað við sama merki sömu/sambærilega vöru og 50-70% af því verði.
- Seljandi fær allt að 60% af söluverði vöru. Þóknun Gallerí Fló er allt frá 40% af söluverði.
- Gallerí Fló áskilur sér rétt á að hafna vörum eða að hækka þóknun sína á einstökum vörum sé þeim skilað í ástandi sem þarfnast óeðlilega mikillar vinnu af versluninni.
Uppgjör
- Uppgjör við seljendur á sér stað eftir að vara selst og er greitt út fyrir lok dags miðvikudag fyrir sölu á tímabilinu mánudags til sunnudags vikunnar á undan. Þóknun Gallerí Fló er dregin af sölu áður en gert er upp við seljenda.
- Uppgjör er greitt inn á bankareikning þess sem er skráður fyrir vörunum í kerfi Gallerí Fló og inná þann reikning sem seljandi gaf upp við skráningu.
Binditími
- Allar vörur eru læstar í sölu hjá Gallerí Fló í 60 daga frá því að varan er skráð inn í kerfi okkar.
- Óski seljandi eftir að fá vörur sínar afhentar innan þess tíma ber honum að greiða Gallerí Fló umsamda þóknun skv. ásettu verði vörunnar.
- Gallerí Fló áskilur sér rétt til þess að taka vörur úr sölu og/eða skila vörum til seljanda innan 60 daga bindi tímans. Þetta á sérstaklega við í tilvikum þar sem vara telst óseljanleg, uppfyllir ekki gæðakröfur Gallerí Fló, og/eða er talin skaða ímynd Gallerí Fló með einum eða öðrum hætti.
- Gallerí Fló áskilur sér allan rétt til þess að breyta ásettu verði á vörum á meðan hún er skráð í kerfum verslunarinnar.
Afhending vara (seljendur)
- Seljandi skal senda tölvupóst á Gallerí Fló óski hann eftir því að sækja vörur sínar. Vörurnar verða þá tilbúnar til afhendingar 7 dögum frá staðfestri móttöku beiðnar.
- Vörur sem Gallerí Fló tekur úr sölu eru sérstaklega merktar í kerfum Gallerí Fló þannig að seljandi geti brugðist við og sótt þær sem allra fyrst. Seljandi ber ábyrgð á því að fylgjast með stöðu vara sinna í gegnum aðgang sem honum er veittur í kerfi Gallerí Fló.
- Vörur eru geymdar í allt að 10 daga frá því að þær eru teknar úr sölu og ber seljanda að sækja þær innan þess tímamarka. Ef vörur eru ekki sóttar innan 10 daga þá falla þær í eigu Gallerí Fló sem tekjur ákvörðun um meðhöndlun þeirra án frekari fjárhagslegs uppgjörs við seljanda.
Afhending vara (kaupendur)
-
Pantanir eru afgreiddar til sendingar næsta virka dag og afhentar á næsta Droppstað/Pósthús. Allar sendingar eru með rekjanlegu sendingarnúmeri frá Dropp og/eða Póstinum. Kaupandi greiðir sendingarkostnað.
Pöntunum er dreift af Dropp/Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropps/Póstsins um afhendingu vörunnar.
- Pantanir sem eru sóttar í verslun eru afgreiddar samdægurs.
Annað
- Gallerí Fló ber ekki ábyrgð á týndum, stolnum né skemmdarverkum á vörum.