Frábær þjónusta og ég fékk sendinguna á mettíma. Mjög fallegir hlutir, allt mjög vel með farið og vel pakkað inn. Mæli með.
Mjög góð og skjót þjónusta og þessi vara auk annarra sem ég hef keypt frá Gallerí Fló í toppstandi. Mun klárlega mæla með og versla áfram við Gallerí Fló.
Þetta er í 3ja sinn sem ég panta úr netversluninni og ég hef alltaf verið mjög ánægð með vörurnar, verðlagið og þjónustuna. Það eru ekki margar nytjaverslanir sem senda út á land og ég kann mjög vel að meta það!
Ég er ótrúlega sátt við virkilega góð kaup sem ég gerði í Gallerí Fló. Þjónustan sem ég fékk var svo einlæg og persónuleg. 10/10 mæli með. Mun versla hér aftur & aftur. 🩷
Persónuleg og heiðarlega þjónusta sem hægt er að treysta. Mikill metnaður lagður í að finna rétt og sanngjarnt verð á vorurnar.
Pantaði regnjakka hjá ykkur og hann er fullkominn! Smellpassar og í súper condition :) Pakkinn kom hratt og örugglega. Fékk falleg handskrifuð skilaboð með jakkanum - geggjað persónulegt touch. Maður finnur klárlega að þau sem eiga Gallerí Fló elska það sem þau gera. 10/10
Taska stóðst lýsingu þeirra og ég er mjög ánægð með hana. Fljót og góð þjónusta, mæli hiklaust með þeim!
Fínn möguleiki fyrir þau sem vilja sneiða hjá búðarrápi og stressi. Hér er búið að grisja úr góða mola. Skoða ástand og verðlag sanngjarnt. Fínar upplýsingar á síðu með nokkrum myndum. Fljót að svara tölvupósti og síma þegar manni vantar frekari upplýsingar...svo verður gaman að sjá hvernig þróast með staðsetningu eftir að kvaddi Gufunesið. Kósí heimboð að skoða vöru á núlleinni, og flott flík keypt hvissbæng!
Ég er alltaf jafn sátt þegar ég kem í Galleri Fló. Get alltaf treyst að gæðin á second hand vörum séu í topp standi, sem er oft erfitt að finna😍 Einnig eru verðin á vörunum mjög fair, sem er stórt plús