Viltu selja vörur þínar í Gallerí Fló?

Hafir þú áhuga á að koma vörum þínum í sölu hjá Gallerí Fló þá er mjög mikilvægt að þú hafir kynnt þér skilmála okkar mjög vel og tryggir að allar vörur séu heilar, hreinar og sléttar (þar sem við á). Fylgdu svo eftirfarandi ferli og þú ert á réttri leið:

1. Fylltu út umsóknarform neðst á forsíðunni . Því betri upplýsingar sem þú gefur og jafnvel myndir því betra. Hafðu í huga að myndirnar eru aðeins fyrir okkur að meta ástand og stíl varanna.

2. Við móttökum umsókn þína og höfum samband þegar við getum tekið á móti þínum vörum. Þá sammælumst við um dags- og tímasetningu sem hentar. Hafðu í huga að við tökum ekki inn eftir röð heldur eftir því sem vantar í verslunina hverju sinni og hefur það að gera með stíl, stærðir, liti, og eftirspurn.

3. Þú kemur með vörur þínar og tryggir að þær séu í því ástandi sem við gerum kröfur til.

4. Þú færð aðgang að kerfi okkar og getur séð stöðuna á lager þínum og framvindu sölu.

5. Þú færð söluhagnað þinn (að frádreginni þóknun til Gallerí Fló) greiddan út vikulega fyrir þá sölu sem átti sér stað vikuna á undan.

Hafir þú einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur á info@gallerifló.is