Private shopping
Okkur vantar íslenskt nafn á "Private shopping". Eitt það skemmtilegasta sem við gerum er að fá litla hópa (s.s. vinahóp, vinnustað o.s.frv) til okkar í einkatíma að versla sem er þá utan opnunartíma. Hópurinn hefur þá verslunina og okkur út af fyrir sig og getur pantað veitingar.
Á þessum stundum leggjum við áherslu á að kynna okkur, vörur okkar og jafnvel tryggjum að úrvalið nái sérstaklega til þess sem hópurinn leitar að. Hópurinn fær auk þess að sjá nýjar vörur sem við erum að taka upp á undan öllum öðrum.
Að sjálfsögðu er þetta í afslöppuðu umhverfi þar sem hópurinn er ekki bara að versla heldur að spjalla og eyða tíma saman í öðruvísi umhverfi.
Viltu fá Private shopping hafðu þá samband við okkur a info@galleriflo.is.
Hlökkum til að heyra frá þér.


