Um Gallerí Fló

Hvernig byrjaði þetta allt saman og hvernig erum við í dag.

Aldís

Stofnandi og eigandi Gallerí Fló er Aldís Björgvinsdóttir, viðskiptafræðingur. Hún hafði starfað til fjölda ára í hugbúnaðar heiminum sem þarfagreinandi, verkefnastjóri og vöruþróunareigandi hugbúnaða. Hún hefur oft velt fyrir sér af hverju hún hafði loksins sjálfstraust á sextugsaldri (50 ára) að stofna sitt eigið fyrirtæki. Það má segja að ákveðin miðaldrakrísa og mikil sjálfsvinna árin áður sem gerði tímasetninguna eitthvað réttari þá.

Aldísi hafði dreymt um að geta verslað notaðan fatnað en var svo klígjugjörn að fram að þessu hafði henni ekki tekist það. Yfirleitt er hún fór inn í nytjaverslun þá fannst henni lykt og framsetning vara þannig að hugurinn fór í að velta fyrir sér hver hefði verið í þessu og svo framvegis. Tilfinning hennar var oft að ekki væri lögð mikil áhersla á að selja viðskiptavinum vörunum þar sem vörur voru oft á tíðum skítugar, krumpaðar, misvel farnar og sett upp þannig að viðkomandi þyrfti óratíma að finna gersemar. Einnig hefur Aldísi aldrei þótt gaman að versla og þótt það stressandi og hún oft á tíðum gefist upp í verslunarleiðangri og endað ferðir sínar á kaffihúsi eða á bar. Hún velti oft fyrir sér af hverju er kaffihúsið eða barinn ekki bara inn í verslunum og af hverju er ekki meira hvetjandi að versla og selja nytjavörur. Það var ekki fyrr en Aldís keypti úlpu á son sinn í einni nytjaverslun og uppgötvaði þegar heim var komið að rennilásinn væri ónýtur. Hún spurði sjálfa sig „Má þetta bara, er ekkert end of life eða upplýsingaskylda til neytenda í þessum heimi?“ Úr varð að hún fékk vinkonu sína með sér í lið og opnaði nytjavöru markað sem uppfyllti allar hennar kröfur svo hún sjálf gæti verslað nytjavörur.

Gallerí Fló hóf starfsemi sína í október 2023 í fokheldu húsnæði hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) og átti að vera pop-up umboðssala nytjavara. Draumurinn var að vera á ferð og flugi á ýmsum mismunandi stöðum með þennan markað. Vegna eftirspurnar og ánægju með markaðinn þá ílengdist markaðurinn þar og fór úr því að vera pop-up markaður í það að vera tímabundin verslun með staðsetningu.

Grundvöllurinn fyrir versluninni var að skapa nytjavöruverslun sem legði áherslu á gott ástand vara, skipulag og fulla þjónustu við seljendur. Auk þess að skapa vettvang fyrir notaðan og merktan íþróttafatnað sem til þá hafði setið í geymslum eigenda. Í versluninni var lítil stofa þar sem boðið var upp á uppáhellt kaffi á meðan gestir og gangandi gátu verslað og horft á íþróttaleiki og æfingar út um gluggann.

Í byrjun árs 2024 fengum við tækifæri á að flytja okkur í Gufunesið í enn stærra húsnæði og urðum fyrsta þjónustufyrirtækið á svæðinu með dyggum stuðningi þáverandi leigusala. Við opnuðum barista Kaffihús undir vörumerkinu Kaffitár, fórum í samstarf við kokk í húsnæðinu og hófum sölu á mat samhliða því að vera umboðssala nytjavara. Aldís skapaði einnig vettvang fyrir upprennandi tónlistarfólk að koma sér á framfæri með tónleikum í versluninni, skapaði vegg er sýndi „Listamann mánaðarins“ þar sem viðkomandi gat kynnt sig og sýnt sína list að kostnaðarlausu.  Aldís skapaði „Shop, dine & hang out“ fyrir hópa sem vilja upplifa verslun og kósí í friðsælu umhverfi utan opnunartíma. Í gegnum þetta concept hefur verið haldið 50 ára afmæli, bókaútgáfu teiti, steggjarpartý, saumaklúbba hittingar, „reunion“ og fleira í Gallerí Fló.

Svo gerist lífið og Gallerí Fló neyddist til þess að loka á einu augabragði í júlí 2024. Í framhaldinu opnuðum við vefverslun og verslun í streymi og sendum vörur út um allt land með Dropp. Í dag erum við staðsett í Seljahverfi, Reykjavík og rekum verslunina sem vefverslun og verslun í streymi.

2025 Verslun í streymi

Í dag er Gallerí Fló verslun í streymi. Það þýðir að allar vörur okkar eru í vefverslun okkar og þú hefur 4 valmöguleika að versla:

1. Versla og fá sent. Versla á vefnum og fá sent til þín hvar sem er á landinu með Dropp

2. Versla og sækja. Versla á vefnum og sækja vöruna til okkar í Seljahverfið, Reykjavík.

3. Þú kemur til okkar að skoða/máta. Komið undirbúinn til okkar og skoðað/mátað þær vörur sem þú hefur áhuga á áður en þú ákveður að kaupa. Þá viljum við að þú undirbúir þig í þínu þægilegasta umhverfi með því að skoða vörurnar á www.galleriflo.is (enska: www.galleriflo.is/en), sendir okkur skjáskot eða linka á vöruna/vörurnar sem þú hefur áhuga á, eða jafnvel hringt í okkur (erum á Facebook Messenger, Instagram Messages, tölvupósti info@galleriflo.is eða í síma. 6913500). Við höfum strax samband við þig og í sameiningu ákveðum við tíma. Hér eru allir dagar vikunnar og tímasetningar í boði svo framarlega sem það hentar þér og okkur.

4. Við komum til þín með vörurnar til þess að skoða / máta. Hér er um að ræða sama ferli og í valmöguleika 3 nema í stað þess að þú komir til okkar þá komum við til þín með vörurnar.

1 of 5