Markmið Gallerí Fló
Gallerí fló er umboðssala á nytjavörum sem leggur aðaláherslu á ástand vara, framsetningu og verðlagninu. Hjá okkur finnur þú aðeins vörur sem eru í topp standi (ekki hnökraðar, teygðar, blettóttar, krumpaðar, vantar tölur eða með biluðum rennilás). Við viljum að þú, kæri kaupandi, getir verið fullviss um það að hjá okkur ertu ávalt að fá heila og mjög vel með farna vöru á verði sem er alltaf mun ódýrara en nýtt úr búð.
Hjá okkur eru 3 hagsmunaaðilar:
Seljandinn
Við viljum að það sé auðvelt, áhættulaust og hvetjandi fyrir hann að koma vörum sínum í hringrásina.
Kaupandinn
Við viljum að kaupandinn upplifi að hann sé að gera góð kaup og geti treyst góðu ástandi varanna, verðlagningin sé sanngjör og búið að framkvæma greiningarvinnuna.
Gallerí Fló
Við viljum að það sé þess virði fyrir okkur að leggja í vinnunna sem felst í því að bjóða upp á þessa þjónustu ásamt því að uppfylla ofangreint
Það er mikilvægt að hafa í huga að engin af þessum 3 hagsmunaaðilum er mikilvægari en annar.